Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 20:57 Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood. Honum þykir mikið til drónamyndbands Björns Steinbekks koma, þar sem drónanum er flogið inn í hraunsletturnar. Vísir/Getty/vilhelm Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. „Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér. Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
„Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér.
Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15
Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18