Um ESB, bóluefni og útflutningsbann Birgir Hans Birgisson skrifar 25. mars 2021 20:01 Byrjum á byrjuninni. Væntanlegt útflutningsbann á bóluefni frá ESB hefur vakið upp hörð viðbrögð. Og þeir íslensku ráðamenn, sem öllu jöfnu hafa verið mótfallnir inngöngu Íslands í sambandið, lýstu vandlætingu sinni samdægurs á samfélagsmiðlum: Hið stóra grimma Evrópusamband væri búið að setja litla klakann okkar á „bannlista“! Íslensk rannsóknar blaðamennska sem almennt er til fyrirmyndar var greinilega komin í sóttkví þetta kvöldið, því þó að sumir helstu fréttamiðlar landsins hafi birt svo til sömu söguna, þá varð fréttin ekki sannari með hverri endurtekningunni – nema síður sé. Í tilefni þessara atburða og ekki síst viðbragða jafnt ráðamanna sem og fjölmiðla, er ekki úr vegi að fara yfir meginatriði þessa máls: Af hverju tók Ísland þátt í bóluefna innkaupaferli ESB? Svarið við þessari spurningu er einfalt: við hefðum aldrei getað gert þetta upp á eigin spýtur. Það kann að vera að einhverjir séu mér ósammála, en ef við stöldrum við og hugsum okkur um, höldum við þá virkilega að íslenska ríkið hafi verið í góðri stöðu í að keppa um aðgang að bóluefnakaupum? Ekki gleyma að við erum að tala um samkeppni við öll stærstu ríki heims. Því þó að við séum kannski best í heimi í svo ótal mörgu miðað við höfðatölu, þá er þetta ekki vinsældakeppni, þetta er spurning um líf og dauða. Í stað þess að velta okkur upp úr því hvort eða hvers vegna við ákváðum að vinna með ESB í kapphlaupinu um aðgang að bóluefni, ættum við e.t.v. frekar að spyrja okkur að því hvað hafi farið úrskeiðis hjá ESB. Því svo lengi sem við þekkjum ekki vandamálið – er lausnin vandfundin. Einbeitum okkur því að þeim þremur helstu hlutum sem fóru úrskeiðis hjá embættismönnunum í Brussel: Hvað fór úrskeiðis? Í fyrsta lagi var ESB alls ekki nógu fast fyrir í sinni samningagerð við lyfjafyrirtækin og einbeitti sér að því að ná verðinu niður, á kostnað þess að leggja áherslu á það hvernig framleiðendur ætluðu að framleiða, flytja og afhenda bóluefnin. Með öðrum orðum þá gaf ESB lyfjafyrirtækjunum allt of mikið frelsi jafnt til framleiðslu og dreifingar auk þess að taka sér of mikinn tíma í samningagerð. Klárlega mistök af hálfu sambandsins. Í öðru lagi erum við að tala um áhrif útflutningsbanns Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þau áhrif að lyfjaframleiðendur í Evrópu og á heimsvísu, fengu ekki nauðsynlega aðföng til að halda áætluðum dampi í framleiðslunni. Leiðin sem evrópskir bóluefna framleiðendur virðast hafa farið er að nýta verksmiðjur sínar í Evrópusambandslöndum til að framleiða fyrir markaði utan USA og UK, þ.e. Evrópu- og heimsmarkað. Þetta hefur augljóslega haft þau áhrif að Ísland hefur fengið minna afhent af bóluefni en upphaflegir samningar gerðu ráð fyrir, sérstaklega frá Astra Zeneca. Og þá erum við komin að þriðja atriðinu sem fór á hliðina, nefnilega hið margumrædda Astra Zeneca, því ef það hefði staðið við sína samninga væri fjöldi afhentra skammta, fyrir marslok, 100 miljónir í stað þeirra tæplega 30 miljóna sem afhentir verða. Og dómínóið heldur áfram, því þeir 400 miljón skammtar sem AZ átti að afhenda fyrir lok júní, verða líklega nær 100 miljónum og fyrirtækið því einungis að afhenda ca. 25% af því sem samið var um þ.e. til Evrópusambandsríkja. En það þýðir ekki að framleiðsla Astra Zeneca sé einungis 25% af því sem áætlað var, heldur að fyrirtækið hefur verið að selja og flytja bóluefna framleiðslu sína til fjölmargra ríkja fyrir utan ESB. Og þar erum við einmitt komin að ástæðunni fyrir þessu svokallaða „útflutningsbanni“, sem sett er á til að tryggja það að lyfjaframleiðendur innan sambandsins standi við gerða samninga og að íbúar þess fái umsamdar bólusetningar. En hvað er þetta „útflutningsbann“? Til að skilja það er gott að byrja á að gera sér grein fyrir að hér er ekki verið að tala um „bann“ heldur er verið að tala um að „herða útflutningsreglur“, og tilgangur þeirra að stoppa þau fyrirtæki sem ekki hafa staðið við sína samninga við ESB (og þá okkur), sbr. Astra Zeneca. Þess má geta að ESB hefur flutt út yfir 50. miljón skammta af bóluefnum og þá aðallega til Bretlands sem svo hafa endurgoldið greiðann með því að senda ekkert bóluefni til Evrópulandanna. Og er hertu útflutningsreglunum einmitt líka ætlað að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Þess má jafnframt geta að útflutningur á bóluefnum til þeirra þriðja heims ríkja sem eru þátttakendur í COVAX eða sambærilegum mannúðar verkefnum mun ekki vera stöðvaður. ESB og aðildarlönd sambandsins er eina stóra vestræna „ríkið“ sem hefur staðið í útflutningi á bóluefni af þessu tagi, þ.e. til aðstoðar öðrum ríkjum eða með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi, Bandaríkin og Bretland hafa verið með miklar yfirlýsingar en ekki staðið við stóru orðin. Það segir sig sjálft að þessi nýja stefna ESB er gerð með því sjónarmiði að öll þau lönd sem taka þátt í bóluefnakaupum í samvinnu við ESB, hagnist á því, þ.m.t. Ísland. Og er hún gerð í þeim tilgangi að fá lyfjaframleiðendur til að standa við gerða samninga um afhendingar bóluefna og knýja þá til að setja gróða sjónarmið á hilluna. Í ljósi þessa, spyr ég mig að því hvers vegna sumir íslenskir ráðamenn standi upp, berji sér á brjóst og keppist við að gagnrýna þessa stefnu, þar sem ljóst er að hún er gerð með hagsmuni ALLRA Evrópubúa í huga. Og velti því fyrir mér hvort að þeim þyki mikilvægara að snúa út úr viðleitni ESB í þeim tilgangi að upphefja sinn pólitískar áróður, en það að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar, kynna fyrir henni raunverulegt inntak og mikilvægi þessara reglna og vekja þannig samstöðu frekar en glundroða. Ég er ekki stjórnmálamaður, en vissulega áhugamaður um stjórnmál og þegar ég sá fyrirsagnir sumra miðla og yfirlýsingar ráðamanna varð mér hugsað til þess að ef Brexit-menn kynnu íslensku væru þeir glaðir með þá háttvirtu íslensku ráðherra, þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hæst hrópa. Höfundur er starfandi fasteignasali hjá Perla Investments með B.A í Alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Byrjum á byrjuninni. Væntanlegt útflutningsbann á bóluefni frá ESB hefur vakið upp hörð viðbrögð. Og þeir íslensku ráðamenn, sem öllu jöfnu hafa verið mótfallnir inngöngu Íslands í sambandið, lýstu vandlætingu sinni samdægurs á samfélagsmiðlum: Hið stóra grimma Evrópusamband væri búið að setja litla klakann okkar á „bannlista“! Íslensk rannsóknar blaðamennska sem almennt er til fyrirmyndar var greinilega komin í sóttkví þetta kvöldið, því þó að sumir helstu fréttamiðlar landsins hafi birt svo til sömu söguna, þá varð fréttin ekki sannari með hverri endurtekningunni – nema síður sé. Í tilefni þessara atburða og ekki síst viðbragða jafnt ráðamanna sem og fjölmiðla, er ekki úr vegi að fara yfir meginatriði þessa máls: Af hverju tók Ísland þátt í bóluefna innkaupaferli ESB? Svarið við þessari spurningu er einfalt: við hefðum aldrei getað gert þetta upp á eigin spýtur. Það kann að vera að einhverjir séu mér ósammála, en ef við stöldrum við og hugsum okkur um, höldum við þá virkilega að íslenska ríkið hafi verið í góðri stöðu í að keppa um aðgang að bóluefnakaupum? Ekki gleyma að við erum að tala um samkeppni við öll stærstu ríki heims. Því þó að við séum kannski best í heimi í svo ótal mörgu miðað við höfðatölu, þá er þetta ekki vinsældakeppni, þetta er spurning um líf og dauða. Í stað þess að velta okkur upp úr því hvort eða hvers vegna við ákváðum að vinna með ESB í kapphlaupinu um aðgang að bóluefni, ættum við e.t.v. frekar að spyrja okkur að því hvað hafi farið úrskeiðis hjá ESB. Því svo lengi sem við þekkjum ekki vandamálið – er lausnin vandfundin. Einbeitum okkur því að þeim þremur helstu hlutum sem fóru úrskeiðis hjá embættismönnunum í Brussel: Hvað fór úrskeiðis? Í fyrsta lagi var ESB alls ekki nógu fast fyrir í sinni samningagerð við lyfjafyrirtækin og einbeitti sér að því að ná verðinu niður, á kostnað þess að leggja áherslu á það hvernig framleiðendur ætluðu að framleiða, flytja og afhenda bóluefnin. Með öðrum orðum þá gaf ESB lyfjafyrirtækjunum allt of mikið frelsi jafnt til framleiðslu og dreifingar auk þess að taka sér of mikinn tíma í samningagerð. Klárlega mistök af hálfu sambandsins. Í öðru lagi erum við að tala um áhrif útflutningsbanns Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þau áhrif að lyfjaframleiðendur í Evrópu og á heimsvísu, fengu ekki nauðsynlega aðföng til að halda áætluðum dampi í framleiðslunni. Leiðin sem evrópskir bóluefna framleiðendur virðast hafa farið er að nýta verksmiðjur sínar í Evrópusambandslöndum til að framleiða fyrir markaði utan USA og UK, þ.e. Evrópu- og heimsmarkað. Þetta hefur augljóslega haft þau áhrif að Ísland hefur fengið minna afhent af bóluefni en upphaflegir samningar gerðu ráð fyrir, sérstaklega frá Astra Zeneca. Og þá erum við komin að þriðja atriðinu sem fór á hliðina, nefnilega hið margumrædda Astra Zeneca, því ef það hefði staðið við sína samninga væri fjöldi afhentra skammta, fyrir marslok, 100 miljónir í stað þeirra tæplega 30 miljóna sem afhentir verða. Og dómínóið heldur áfram, því þeir 400 miljón skammtar sem AZ átti að afhenda fyrir lok júní, verða líklega nær 100 miljónum og fyrirtækið því einungis að afhenda ca. 25% af því sem samið var um þ.e. til Evrópusambandsríkja. En það þýðir ekki að framleiðsla Astra Zeneca sé einungis 25% af því sem áætlað var, heldur að fyrirtækið hefur verið að selja og flytja bóluefna framleiðslu sína til fjölmargra ríkja fyrir utan ESB. Og þar erum við einmitt komin að ástæðunni fyrir þessu svokallaða „útflutningsbanni“, sem sett er á til að tryggja það að lyfjaframleiðendur innan sambandsins standi við gerða samninga og að íbúar þess fái umsamdar bólusetningar. En hvað er þetta „útflutningsbann“? Til að skilja það er gott að byrja á að gera sér grein fyrir að hér er ekki verið að tala um „bann“ heldur er verið að tala um að „herða útflutningsreglur“, og tilgangur þeirra að stoppa þau fyrirtæki sem ekki hafa staðið við sína samninga við ESB (og þá okkur), sbr. Astra Zeneca. Þess má geta að ESB hefur flutt út yfir 50. miljón skammta af bóluefnum og þá aðallega til Bretlands sem svo hafa endurgoldið greiðann með því að senda ekkert bóluefni til Evrópulandanna. Og er hertu útflutningsreglunum einmitt líka ætlað að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Þess má jafnframt geta að útflutningur á bóluefnum til þeirra þriðja heims ríkja sem eru þátttakendur í COVAX eða sambærilegum mannúðar verkefnum mun ekki vera stöðvaður. ESB og aðildarlönd sambandsins er eina stóra vestræna „ríkið“ sem hefur staðið í útflutningi á bóluefni af þessu tagi, þ.e. til aðstoðar öðrum ríkjum eða með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi, Bandaríkin og Bretland hafa verið með miklar yfirlýsingar en ekki staðið við stóru orðin. Það segir sig sjálft að þessi nýja stefna ESB er gerð með því sjónarmiði að öll þau lönd sem taka þátt í bóluefnakaupum í samvinnu við ESB, hagnist á því, þ.m.t. Ísland. Og er hún gerð í þeim tilgangi að fá lyfjaframleiðendur til að standa við gerða samninga um afhendingar bóluefna og knýja þá til að setja gróða sjónarmið á hilluna. Í ljósi þessa, spyr ég mig að því hvers vegna sumir íslenskir ráðamenn standi upp, berji sér á brjóst og keppist við að gagnrýna þessa stefnu, þar sem ljóst er að hún er gerð með hagsmuni ALLRA Evrópubúa í huga. Og velti því fyrir mér hvort að þeim þyki mikilvægara að snúa út úr viðleitni ESB í þeim tilgangi að upphefja sinn pólitískar áróður, en það að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar, kynna fyrir henni raunverulegt inntak og mikilvægi þessara reglna og vekja þannig samstöðu frekar en glundroða. Ég er ekki stjórnmálamaður, en vissulega áhugamaður um stjórnmál og þegar ég sá fyrirsagnir sumra miðla og yfirlýsingar ráðamanna varð mér hugsað til þess að ef Brexit-menn kynnu íslensku væru þeir glaðir með þá háttvirtu íslensku ráðherra, þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hæst hrópa. Höfundur er starfandi fasteignasali hjá Perla Investments með B.A í Alþjóðasamskiptum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun