Ekki þægilegt fyrir starfsfólkið að heyra að smit væri komið upp Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 19:01 Leikskólastjórar harma að takmarkanir hafi ekki verið settar á starfsemi leikskóla. Leikskólastjóri vill sjá lágmarksstarfsemi á leikskólum fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32
Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10