Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 15:36 Bólusetningin fer fram í Laugardagshöllinni. Vísir/Vilhelm Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40