AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:52 Eftir tvo skammta er virkni bóluefnisins frá AstraZeneca um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. AP/Matthias Schrader Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira