Tíu prósent smitaðra gætu þurft að leggjast inn: Aftur safnað í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:29 Alma Möller landlæknir. Lögreglan Heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að allt að 10 prósent þeirra sem veikjast af breska afbrigði SARS-CoV-2 muni þurfa að leggjast inn á spítala. Verið er að vinna í að styrkja getu Covid-19 göngudeildar og getuna til að taka á móti börnum. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira