Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:42 Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Reykjavíkurborg Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. „Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra. Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira