Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:42 Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Reykjavíkurborg Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. „Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra. Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
„Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira