Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 13:03 Mansour Abbas, leiðtogi Raam, flokksins gæti ráðið því hver verður næstu forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur áður sagst tilbúinn að vinna með Netanjahú að málefnum árabískra Ísraela sem eru um fimmtungur þjóðarinnar. AP/Mahmoud Illean Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009. Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009.
Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56