„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 12:34 Jóhann Björn Skúlason er yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Vísir/Baldur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira