Grindavík birti í kvöld tilkynningu þess efnis á samfélagsmiðlum sínum. Sjá má tilkynninguna í heild sinni neðst í fréttinni.
„Samkomulagið er gert í góðri sátt á milli aðila og átti Guðmundur frumkvæðið að því að ljúka samstarfinu af persónulegum ástæðum. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri þökkum til Guðmundar fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Grindavíkur.
„Ég vil þakka UMFG kærlega fyrir samstarfið. Ég óska leikmönnum, þjálfurum og þeim sem standa að liðinu alls hins besta," segir Guðmundur sjálfur í tilkynningunni.
Guðmundur er fæddur árið 1991 og fagnar því þrítugs afmæli sínu síðar á árinu. Hann gekk í raðir Grindvíkinga fyrir síðasta tímabil og skoraði alls sex mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hann er uppalinn í Fram en hefur einnig leikið með Víking Ólafsvík og ÍBV. Hans besta tímabil var árið 2018 þegar hann skoraði 18 mörk í 22 leikjum fyrir Fram í Lengjudeildinni.
Alls hefur Guðmundur leikið 221 leik í deild og bikar hér á landi og skorað 72 mörk.
Grindavík endaði í 4. sæti er Íslandsmótinu í knattspyrnu var hætt síðasta sumar. Liðið stefnir aftur upp í deild þeirra bestu og mætir ÍBV þann 7. maí er Lengjudeildin fer af stað á nýjan leik.
Samstarfi Guðmundar Magnússonar og Grindavíkur lýkur Knattspyrnudeild Grindavíkur og Guðmundur Magnússon hafa komist að...
Posted by Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG on Tuesday, March 23, 2021