Staðfestir að Ingvar sé viðbeinsbrotinn og verði frá í fjórar til sex vikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:00 Ingvar Jónsson verður ekki með Víkingum í upphafi Pepsi Max-deildarinnar. Vísir/Bára Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, mun missa af fyrstu leikjum Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu vegna meiðsla. Ingvar viðbeinsbrotnaði í leik Víkings og Keflavíkur í Lengjubikarnum síðasta föstudag. Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira