Útkallið barst klukkan 12:53 og átta mínútum síðar var skipið komið á staðinn mönnuð sjö sjálfboðaliðum frá björgunarsveitum frá Snæfellsnesi, að sögn Davíðs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Vel gekk að koma bátnum aftur upp að bryggju þar sem böndum var komið á lekann. Báturinn sem var aðstoðaður er tæplega níu metra langur línu- og handfærabátur smíðaður úr plasti sem sigla átti til Reykjavíkur.
Davíð segir þetta fimmta útkallið sem að Björg sinnir í mars þar sem sjófarendur hafa verið aðstoðir á einn eða annan máta.