Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:44 Merkel kanslari fundaði með leiðtogum sambandslandanna sextán. Í kjölfarið kynnti landsstjórnin framlengingu sóttvarnaaðgerða. Vísir/EPA Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32
Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59