Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 11:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/Júlíus Sigurjónsson Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira