Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 11:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/Júlíus Sigurjónsson Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira