Maðurinn fundinn sem leitað var að við gosstöðvarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 22. mars 2021 10:01 Frá gosstöðvunum í Geldingadal. Vísir/Vilhelm Maður sem leitað hefur verið í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal er fundinn. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira