
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er lýst sóknarfærum sem blasa við Vestfirðingum með Dýrafjarðargöngum og öðrum samgöngubótum sem hyllir undir. Saman með Vestlendingum kynna þeir nýjan hringveg, Vestfjarðaleiðina, og vonast til að rífa fjórðunginn upp úr því að vera minnst heimsótti hluti landsins í að verða eftirsóttur áfangastaður allt árið um kring.
„Það eru oftar skilaboðin okkar til þingmanna þegar þeir koma hingað: Leyfið okkur að bjarga okkur sjálf. Ekki að vera að þvælast fyrir.
Stjórnsýslan er ansi þung og það er erfitt að vera að fá þessi leyfi. Það er erfitt að fá leyfi bara til þess að byrja að vinna,“ segir Hafdís.
Hér má sjá kafla úr þættinum: