Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2021 12:23 Svona leit himininn út séð frá Bláa lóninu í nótt. vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Víðir var í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í dag þar sem hann ræddi stöðuna. Mikið er um hæðir og lægðir á svæðinu við Fagradalsfjall þar sem gýs í Geldingadal. Fólk þarf að vera vel búið, bæði í góðum gönguskóm og vel klætt með tilliti til veðurs. Þá þarf að hafa með sér nesti og hafa í huga að símasamband á svæðinu er slæmt. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur eru opnir eftir að hafa verið lokaðir á tíma í gærkvöldi. Suðurstrandavegur er enn lokaður vegna skemmda sem urðu á vegunum. Veðurspá dagsins hljóðar upp á hvassviðri og rigningu eða slyddu. Víðir mælir með því, fyrir fólk sem ætlar í þessa þrautargöngu að gossvæðinu, að ganga frá Bláa lóninu. En minnir á að gangan sé ekki fyrir hvern sem er. Vindáttin er vestlæg og því er fólk með vindinn í bakið frá Bláa lóninu í átt að gosstöðvunum og fær þá ekki gasmengunina í fangið. Björgunarsveitarmaður sem stendur vaktina við lokun á Suðurstrandarvegi sagði í hádegisfréttunum að fólk væri að streyma að. Sumir væru aðeins klæddir í gallabuxur og strigaskó, einhverjir eru með reiðhjól. Einhverjir hafa horfið frá vitandi að um langa göngu er að ræða og mikilvægt að búa sig vel. Nánari leiðbeiningar frá almannavörnum má lesa hér að neðan. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Bláa lónið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Víðir var í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í dag þar sem hann ræddi stöðuna. Mikið er um hæðir og lægðir á svæðinu við Fagradalsfjall þar sem gýs í Geldingadal. Fólk þarf að vera vel búið, bæði í góðum gönguskóm og vel klætt með tilliti til veðurs. Þá þarf að hafa með sér nesti og hafa í huga að símasamband á svæðinu er slæmt. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur eru opnir eftir að hafa verið lokaðir á tíma í gærkvöldi. Suðurstrandavegur er enn lokaður vegna skemmda sem urðu á vegunum. Veðurspá dagsins hljóðar upp á hvassviðri og rigningu eða slyddu. Víðir mælir með því, fyrir fólk sem ætlar í þessa þrautargöngu að gossvæðinu, að ganga frá Bláa lóninu. En minnir á að gangan sé ekki fyrir hvern sem er. Vindáttin er vestlæg og því er fólk með vindinn í bakið frá Bláa lóninu í átt að gosstöðvunum og fær þá ekki gasmengunina í fangið. Björgunarsveitarmaður sem stendur vaktina við lokun á Suðurstrandarvegi sagði í hádegisfréttunum að fólk væri að streyma að. Sumir væru aðeins klæddir í gallabuxur og strigaskó, einhverjir eru með reiðhjól. Einhverjir hafa horfið frá vitandi að um langa göngu er að ræða og mikilvægt að búa sig vel. Nánari leiðbeiningar frá almannavörnum má lesa hér að neðan. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Bláa lónið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira