Hneig tvisvar niður í vigtun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 13:01 Julia Stoliarenko stendur á vigtinni áður en það leið yfir hana. Hún átti að berjast við Juliu Avila Chris Unger/Getty Images UFC bardagakonan Julija Stoliarenko hneig niður á vigtinni fyrir bardaga hennar gegn Juliu Avila. Bardaganum hefur verið aflýst og forsvarsmenn segja það vera vegna vandræða í niðurskurði. Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021 MMA Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Sjá meira
Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021
MMA Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Sjá meira