Viðskipti erlent

Face­book, Mess­en­ger og Insta­gram liggja niðri

Sylvía Hall skrifar
Facebook Messenger er samskiptaforrit samfélagsmiðlarisans Facebook.
Facebook Messenger er samskiptaforrit samfélagsmiðlarisans Facebook. Vísir/Getty

Notendur samfélagsmiðla Facebook hafa margir tekið eftir því að þeir eru svo gott sem ónothæfir þessa stundina. Engin formleg skýring frá Facebook hefur verið birt en ljóst er að miðlarnir virka ekki sem skyldi.

Á þetta við um við um þá miðla sem eru í eigu Facebook og nær bilunin því einnig til Instagram, Messenger og WhatsApp. Skilaboð milli notenda skila sér ekki og kemur ítrekuð villumelding upp ef notendur reyna að skoða Instagram líkt og netsamband sé lélegt.

Samkvæmt vef TechRadar virðist bilunin vera ekki afmörkuð við nokkur lönd, en DownDetector sýnir að tilkynningar hafa borist frá Bandaríkjunum, Spáni, Sádí-Arabíu, Japan og Rússlandi.

Uppfært 18:20: Svo virðist sem miðlar Facebook séu farnir að taka við sér aftur. Engin formleg skýring á biluninni hefur verið gefin út frá fyrirtækinu enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×