Beitti barnsmóður sína ofbeldi er hún hélt á níu mánaða syni þeirra Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 17:56 Landsréttur staðfesti fangelsisdóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni sem réðst á barnsmóður sína í október árið 2018. Maðurinn var meðal annars fundinn sekur um brot í nánu sambandi, brot gegn barninu sem og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira