Hissa á uppsögn Basta og ræddu um vinaklíkuna í Safamýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 22:30 Sebastian Alexandersson heldur ekki áfram með Fram. vísir/hulda margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hissa á þeirri ákvörðun Fram að segja þjálfaranum Sebastian Alexanderssyni upp störfum. Hann stýrir Fram út tímabilið en Einar Jónsson tekur svo við liðinu. Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn