Mikilvægi tjáningarfrelsisins Anna Lúðvíksdóttir skrifar 22. mars 2021 08:31 Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun