Palestínsk yfirvöld í slæmum félagsskap Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 18. mars 2021 07:31 Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun