Innlent

Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þrír menn úrskurðaðir í gærsluvarðhald vegna morðs í Rauðagerði
Þrír menn úrskurðaðir í gærsluvarðhald vegna morðs í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu um vikulagt varðhald í tilfelli annars en í tilfelli hins var kröfunni hafnað. Sá var úrskurðaður í farbann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að farbannskrafan í tilfelli þriðja mannsins hafi verið varakrafa lögreglu.

Alls eru þrír í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fleiri í farbanni. Tólf hafa verið handteknir í málinu og hafa stöðu sakbornings. Þar er að finna fólk af báðum kynjum.

Margeir segir að rannsókninni miði vel. Þá sé í undirbúningi skýrslutaka yfir Steinbergi Finnbogason, lögmanni eins sakborninga, sem fjallað hefur verið um.  Boðun hans í skýrslatöku þýðir að hann getur ekki gætt réttinda sakborningsins í framhaldinu sem Steinbergur hefur gagnrýnt harðlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×