Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni? Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri Grænna. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira