Lögregla fór á svig við lög á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 11:07 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Vísir/Egill Móttaka lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook samrýmist ekki lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Var kannað hvort slík vinnsla samrýmdist lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Persónuvernd óskaði eftir svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við ákveðnum spurningum í byrjun september 2020 og bárust svör um tveimur mánuðum síðar. Upplýsingunum samtímis miðlað til Facebook Í ákvörðuninni kemur fram að Persónuvernd bendi á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. Því sé ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst. Lögreglustöðin við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm „Persónuvernd bendir jafnframt á að í skilmálum Facebook, sem notendur miðilsins samþykkja, kemur fram að Facebook safnar þeim upplýsingum sem miðlað er í gegnum síðuna. Þegar persónuupplýsingum er miðlað til lögreglu í gegnum Facebook er þeim því samtímis miðlað til Facebook. Þá liggur fyrir að Facebook deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem tengjast Facebook, sem og öðrum aðilum (þ.e. þriðju aðilum), við nánar tilgreindar aðstæður. Þeir sem nota slíka samfélagsmiðla hafa því almennt ekki fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn,“ segir í ákvörðuninni. Fer gegn yfirlýstu verklagi Persónuvernd hafði fjögur tilvik sérstaklega til skoðunar, þar sem unnið var með persónuupplýsingar, og segir í ákvörðuninni að talið sé að vinnslan byggi ekki á heimildum almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Auk þess hafi vinnslan farið gegn yfirlýstu verklagi embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og án þess að fram hefði farið mat á áhrifum á persónuvernd vegna vinnslunnar. Persónuvernd Lögreglan Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Var kannað hvort slík vinnsla samrýmdist lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Persónuvernd óskaði eftir svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við ákveðnum spurningum í byrjun september 2020 og bárust svör um tveimur mánuðum síðar. Upplýsingunum samtímis miðlað til Facebook Í ákvörðuninni kemur fram að Persónuvernd bendi á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. Því sé ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst. Lögreglustöðin við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm „Persónuvernd bendir jafnframt á að í skilmálum Facebook, sem notendur miðilsins samþykkja, kemur fram að Facebook safnar þeim upplýsingum sem miðlað er í gegnum síðuna. Þegar persónuupplýsingum er miðlað til lögreglu í gegnum Facebook er þeim því samtímis miðlað til Facebook. Þá liggur fyrir að Facebook deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem tengjast Facebook, sem og öðrum aðilum (þ.e. þriðju aðilum), við nánar tilgreindar aðstæður. Þeir sem nota slíka samfélagsmiðla hafa því almennt ekki fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn,“ segir í ákvörðuninni. Fer gegn yfirlýstu verklagi Persónuvernd hafði fjögur tilvik sérstaklega til skoðunar, þar sem unnið var með persónuupplýsingar, og segir í ákvörðuninni að talið sé að vinnslan byggi ekki á heimildum almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Auk þess hafi vinnslan farið gegn yfirlýstu verklagi embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og án þess að fram hefði farið mat á áhrifum á persónuvernd vegna vinnslunnar.
Persónuvernd Lögreglan Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira