„Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið sáttir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Emil Hallfreðsson í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann ræddi við Reykjavík síðdegis um stöðu mála á Ítalíu þar sem býr en þar eru að greinast allt að 25 þúsund smit af Covid-19 á dag. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Padova í C-deildinni á Ítalíu, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Emil býr í Verona með fjölskyldu sinni og eðlilega hefur þetta mikil áhrif á líf þeirra allra. „ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara. Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
„ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara.
Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira