Gjöf Vinnumálastofnunar til lánardrottna þinna Bjarki Eiríksson skrifar 16. mars 2021 09:01 Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Bjarki Eiríksson Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun