Óvæntur markaskorari Víkings aðeins á skýrslu vegna mikilla forfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 08:01 Einar Guðnason [fyrir miðju] fagnar hér bikarmeistaratitli Víkings sumarið 2019. Með honum á myndinni eru Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Venezia á Ítalíu í dag, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, var óvænt á skýrslu er liðið mætti Þór Akureyri í Lengjubikarnum í gærkvöld. Einar kom óvænt inn á undir lok leiks, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði stórglæsilegt mark. Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum. Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum.
Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti