Blús og rokkhátíð á Höfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2021 12:28 Frá blús og rokkhátíðinni 2020 á Höfn, sem heppnaðist einstaklega vel eins og hún mun væntanlega gera líka um helgina. Aðsend Hornfirðingar sitja ekki með hendur í skauti um helgina því nú stendur yfir á Höfn blús og rokkhátíð þar sem færri komust að en vildu. Blús og rokkhátíð hefur verið haldin á þessum árstíma á Höfn síðan 2013. Nú var mikil óvissa um hátíðina vegna kórónuveirunnar en ákveðið var að halda hátíðina í ár þar sem öllum sóttvarnarreglum er fylgt. Hátíðin fór fram í Pakkhúsinu í gærkvöldi þar sem nokkrar hljómsveitir stigu á svið og svo verður aðal hátíðin í kvöld á Hafinu, sem er stór staður. Bjarni Ólafur Stefánsson er blús og rokkstjóri helgarinnar og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Það eru Prins pólu og Baggalútur, sem ætla að halda upp stuðinu í kvöld og komust því færri að en vildu. Það er alls staðar blús og rokkáhugi. Þetta er auðvitað tónlist allrar tónlistar, þó að auðvitað megi setja spurningarmerki við það hversu mikið blús og rokk er í Baggalút en við höldum allavega uppi stuðinu,“ segir Bjarni kátur í bragði. Bjarni Ólafur segist finna mikla þörf hjá fólki að koma saman og skemmta sér enda seldust miðarnir á hátíðinni á met tíma. „Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Það er orðin uppsöfnuð spenna og það er gaman að segja frá því að síðasta blúshátíð er í raun og veru það síðasta sem gerðist fyrir Covid því það var nánast skellt í lás mánudaginn eftir að við héldum hátíðina. Þannig að það er kannski táknrænt að við náum að halda hátíðina núna þó hún sé örlítið með breyttu sniði og svona í ljósi þess að við séum að sjá fyrir endann á Covid þó við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta klárast allt saman.“ Mikill blús og rokkáhugi er á Höfn í Hornafirði og í sveitunum í kring að sögn Bjarna Ólafs.Aðsend Hornafjörður Tónlist Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Blús og rokkhátíð hefur verið haldin á þessum árstíma á Höfn síðan 2013. Nú var mikil óvissa um hátíðina vegna kórónuveirunnar en ákveðið var að halda hátíðina í ár þar sem öllum sóttvarnarreglum er fylgt. Hátíðin fór fram í Pakkhúsinu í gærkvöldi þar sem nokkrar hljómsveitir stigu á svið og svo verður aðal hátíðin í kvöld á Hafinu, sem er stór staður. Bjarni Ólafur Stefánsson er blús og rokkstjóri helgarinnar og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Það eru Prins pólu og Baggalútur, sem ætla að halda upp stuðinu í kvöld og komust því færri að en vildu. Það er alls staðar blús og rokkáhugi. Þetta er auðvitað tónlist allrar tónlistar, þó að auðvitað megi setja spurningarmerki við það hversu mikið blús og rokk er í Baggalút en við höldum allavega uppi stuðinu,“ segir Bjarni kátur í bragði. Bjarni Ólafur segist finna mikla þörf hjá fólki að koma saman og skemmta sér enda seldust miðarnir á hátíðinni á met tíma. „Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Það er orðin uppsöfnuð spenna og það er gaman að segja frá því að síðasta blúshátíð er í raun og veru það síðasta sem gerðist fyrir Covid því það var nánast skellt í lás mánudaginn eftir að við héldum hátíðina. Þannig að það er kannski táknrænt að við náum að halda hátíðina núna þó hún sé örlítið með breyttu sniði og svona í ljósi þess að við séum að sjá fyrir endann á Covid þó við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta klárast allt saman.“ Mikill blús og rokkáhugi er á Höfn í Hornafirði og í sveitunum í kring að sögn Bjarna Ólafs.Aðsend
Hornafjörður Tónlist Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira