Víkingur áfram í 8-liða úrslit, Leiknir vann Þrótt í markasúpu og Fram gerði jafntefli við Kórdrengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 23:31 Víkingar unnu stórsigur á Þór Akureyri í kvöld og unnu þar með riðil sinn í Lengjubikarnum. Vísir/Vilhelm Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur tryggði sér toppsætið í sínum riðli með 5-0 sigri á Þór Akureyri. Leiknir Reykjavík vann 5-2 sigur á Þrótt Reykjavík, þá gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira
Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira