Börn verði skimuð á landamærunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 19:16 Þórólfur hyggst skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra á næstu tveimur dögum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira