Agla María er aðeins 21 árs að aldri en hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðablik undanfarin ár og þar áður Stjörnunni. Hefur hún skorað 44 mörk í 93 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið reglulega með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Agla María á alls 33 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk.
Síðan hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir þremur árum hefur hún hjálpað félaginu að verða Íslandsmeistari í tvígang.
Agla María sagði í viðtali við Vísi á síðasta ári að hún væri opin fyrir því að fara í atvinnumennsku og það væru helst Ítalía, England eða Svíþjóð sem heilluðu hana. Einhver töf verður á því að hún haldi erlendis en það er ljóst að þegar hún tekur það skref verður hún einkar eftirsótt.
Agla María var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt samherja sínum Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær skoruðu 14 mörk hvor. Agla María gerði gott betur og var einnig stoðsendingahæst í deildinni með 13 stoðsendingar.
„Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu,“ segir á Facebook-síðu Íslandsmeistaranna.
„Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins.“
Agla Mari a framlengir! Landsliðskonan Agla Mari a Albertsdo ttir hefur skrifað undir ny jan tveggja a ra samning við...
Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, March 12, 2021