Agla María áfram í herbúðum Íslandsmeistara Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 18:15 Agla María hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, lykilkona í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks síðasta sumar, hefur framlengt samning í Kópavoginum til tveggja ára. Það eru gleðitíðindi fyrir græna hluta Kópavogs en Agla María fór á kostum síðasta sumar. Agla María er aðeins 21 árs að aldri en hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðablik undanfarin ár og þar áður Stjörnunni. Hefur hún skorað 44 mörk í 93 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið reglulega með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Agla María á alls 33 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Síðan hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir þremur árum hefur hún hjálpað félaginu að verða Íslandsmeistari í tvígang. Agla María sagði í viðtali við Vísi á síðasta ári að hún væri opin fyrir því að fara í atvinnumennsku og það væru helst Ítalía, England eða Svíþjóð sem heilluðu hana. Einhver töf verður á því að hún haldi erlendis en það er ljóst að þegar hún tekur það skref verður hún einkar eftirsótt. Agla María var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt samherja sínum Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær skoruðu 14 mörk hvor. Agla María gerði gott betur og var einnig stoðsendingahæst í deildinni með 13 stoðsendingar. „Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu,“ segir á Facebook-síðu Íslandsmeistaranna. „Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins.“ Agla Mari a framlengir! Landsliðskonan Agla Mari a Albertsdo ttir hefur skrifað undir ny jan tveggja a ra samning við...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, March 12, 2021 Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Agla María er aðeins 21 árs að aldri en hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðablik undanfarin ár og þar áður Stjörnunni. Hefur hún skorað 44 mörk í 93 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið reglulega með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Agla María á alls 33 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Síðan hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir þremur árum hefur hún hjálpað félaginu að verða Íslandsmeistari í tvígang. Agla María sagði í viðtali við Vísi á síðasta ári að hún væri opin fyrir því að fara í atvinnumennsku og það væru helst Ítalía, England eða Svíþjóð sem heilluðu hana. Einhver töf verður á því að hún haldi erlendis en það er ljóst að þegar hún tekur það skref verður hún einkar eftirsótt. Agla María var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt samherja sínum Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær skoruðu 14 mörk hvor. Agla María gerði gott betur og var einnig stoðsendingahæst í deildinni með 13 stoðsendingar. „Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu,“ segir á Facebook-síðu Íslandsmeistaranna. „Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins.“ Agla Mari a framlengir! Landsliðskonan Agla Mari a Albertsdo ttir hefur skrifað undir ny jan tveggja a ra samning við...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, March 12, 2021
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira