Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 16:55 Biden skaut á Trump þegar hann sagði að veirunni hefði fyrst verið mætt með þögn og afneitun, sem hefði kostað marga lífið. epa/Chris Kleponis Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. „Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira