Logi kom sínum mönnum til bjargar í síðasta leik á móti Stólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:30 Logi Gunnarsson skoraði magnaða sigurkörfu í fyrri leik Njarðvíkur á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Njarðvík og Tindastóll hafa bæði tapað þremur leikjum í röð og þurfa svo sannarlega á sigri að halda þegar þau mætast í stórleik kvöldsins. Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira