Logi kom sínum mönnum til bjargar í síðasta leik á móti Stólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:30 Logi Gunnarsson skoraði magnaða sigurkörfu í fyrri leik Njarðvíkur á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Njarðvík og Tindastóll hafa bæði tapað þremur leikjum í röð og þurfa svo sannarlega á sigri að halda þegar þau mætast í stórleik kvöldsins. Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum