Logi kom sínum mönnum til bjargar í síðasta leik á móti Stólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:30 Logi Gunnarsson skoraði magnaða sigurkörfu í fyrri leik Njarðvíkur á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Njarðvík og Tindastóll hafa bæði tapað þremur leikjum í röð og þurfa svo sannarlega á sigri að halda þegar þau mætast í stórleik kvöldsins. Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum