„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2021 10:42 Einar Sveinn Ólafsson einn af farþegunum tuttugu sem fastir eru um borð í ferjunni Baldri vinnur á Bíldudal en býr í Grundafirði. Hann fer á milli með ferjunni vikulega. Skjáskot af myndskeiði Landhelgisgæslunnar. Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“. Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“.
Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira