„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2021 10:42 Einar Sveinn Ólafsson einn af farþegunum tuttugu sem fastir eru um borð í ferjunni Baldri vinnur á Bíldudal en býr í Grundafirði. Hann fer á milli með ferjunni vikulega. Skjáskot af myndskeiði Landhelgisgæslunnar. Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“. Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“.
Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira