Opnuðu hótelið fyrirvaralaust fyrir veðurteppta fótboltakrakka og foreldra á leið norður Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 08:47 Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. Mynd/Örn Arnarsson Mikill fjöldi fótboltakrakka og foreldrar þeirra fengu óvænt inni á Hótel Laugarbakka eftir að þjóðveginum var lokað í Húnavatnssýslum vegna veðurs í gær. Krakkarnir eru á leið á Goðamótið á Akureyri. Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs. Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs.
Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira