Ekki verið vart við neinn öryggisbrest hjá ráðuneytum Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 16:29 Stjórnarráðið hefur lagt aukna áherslu á netöryggismál á síðustu árum. Vísir/hanna Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin. Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru. Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru.
Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira