Að velja, eða ekki að velja, hvar þú býrð Ólafur Þór Gunnarsson og Rúnar Gíslason skrifa 12. mars 2021 08:00 Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Sjá meira
Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun