Stutt svar til formanns VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 11. mars 2021 10:31 Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar