Stutt svar til formanns VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 11. mars 2021 10:31 Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar