Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 13:34 Frá verslun Geysis á Skólavörðustíg árið 2012. Geysir Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar. Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar.
Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41