BMW og Daimler selja Park Now til EasyPark Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 12:57 Bílastæðaþjónusta EasyPark hefur verið aðgengileg á Íslandi eftir að fyrirtækið keypti Leggja árið 2019. Vísir/vilhelm Þýsku bílaframleiðendurnir BMW Group og Daimler hafa undirritað kaupsamning um sölu á dótturfélaginu Park Now Group til hins sænska EasyPark Group. Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis. Tækni Samgöngur Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis.
Tækni Samgöngur Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira