Gylfi Þór spilaði í sjötíu mínútur í tapinu í kvöld en sjálfsmark frá Ben Godfrey og vítaspyrna Jorginho tryggðu Chelsea stigin þrjú.
„Var duglegur þær mínútur sem hann spilaði til þess að trufla varnarmenn Chelsea og Jorginho í uppbyggingu Chelsea,“ sagði í umsögninni á Liverpool Echo.
„Everton kom ekki boltanum nægilega oft á íslenska landsliðsmanninn á þeim svæðum sem hann hefði þurft að fá boltann á.“
Jordan Pickford fékk hæstu einkunn Everton í kvöld en hann fékk átta í einkunn. Mason Holgate, Andre Gomes og Alex Iwobi fengu lægstu einkunn af þeim sem byrjuðu leikinn hjá Everton eða fimm í einkunn.
Gylfi fékk sex ásamt þeim Lucas Digne, Michael Keane, Ben Godfrey, Allan, Richarlison og Dominic Calvert-Lewin.
FT. Defeat in London as our nine-game unbeaten away run comes to an end.
— Everton (@Everton) March 8, 2021
🔵 2-0 💚 #CHEEVE pic.twitter.com/7aJpfN2ljO