Hlutfallslega margir sem fari á hjúkrunarheimili Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir þjónustu við eldri borgara vera lengra komna á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir Norðurlöndin standa Íslandi mun framar í þjónustu við eldri borgara. Þar bjóðist eldri borgurum heimahjúkrun í meira mæli og fólk fari seinna á hjúkrunarheimili en þekkist hér á landi. Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira