Um 1300 manns skráðir í skimun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 10:58 Búast má við svipuðu álagi á heilsugæslunni í dag vegna skimana fyrir kórónuveirunni og var í þeim bylgjum faraldursins sem gengið hafa yfir síðasta árið. Vísir/Vilhelm Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira