„Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 10:30 Amanda Nunes með dóttur sinni Reagan eftir bardagann í nótt. Getty/Chris Unger 32 ára brasilísk bardagakona hefur algjöra yfirburði í sínum þyngdarflokki í UFC og hún varar aðrar við því að fjölgun í fjölskyldunni hennar boði bara eitt. Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) MMA Mest lesið Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira
Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
MMA Mest lesið Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira