„Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 10:30 Amanda Nunes með dóttur sinni Reagan eftir bardagann í nótt. Getty/Chris Unger 32 ára brasilísk bardagakona hefur algjöra yfirburði í sínum þyngdarflokki í UFC og hún varar aðrar við því að fjölgun í fjölskyldunni hennar boði bara eitt. Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Sjá meira
Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Sjá meira