Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 18:06 Trump nýtur enn mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Honum líkar þó ekki að nafn sitt sé notað í fjáröflun fyrir flokkinn. Getty/Bloomberg Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19